Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 01. nóvember 2024 11:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Ten Hag sé gjörsamlega eyðilagður
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Hans Kraay Jr, fyrrum liðsfélagi Erik ten Hag, segir að hollenski stjórinn sé gjörsamlega eyðilagður eftir að hann var rekinn frá Manchester United.

Ten Hag var rekinn frá United síðasta mánudag í kjölfarið á slöku gengi í upphafi tímabilsins.

Ten Hag fær 17 milljónir evra í starfslokagreiðslu en Kraay Jr, sem spilaði með Ten Hag hjá De Graafschap á sínum tíma, segir að hann sé ekkert að spá í peningnum núna.

„Hann er gjörsamlega eyðilagður," sagði Kraay Jr við SoccerNews.

„Í augnablikinu hugsarðu ekkert um peninginn. Það kemur síðar. Hann er eyðilagður."
Athugasemdir
banner
banner
banner