Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 01. desember 2019 19:27
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Solskjær: Við verðum að gera betur
Það gengur ekki vel hjá Ole Gunnar Solskjær þessa dagana.
Það gengur ekki vel hjá Ole Gunnar Solskjær þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans fengu Aston Villa í heimsókn á Old Trafford í dag, þar var niðurstaðan 2-2 jafntefli.

Solskjær var skiljanlega svekktur þegar hann mætti í viðtal að leik loknum.

„Við spiluðum ekki eins og lið í dag, við verðum að gera betur. Þessir strákar eiga enn margt eftir ólært og þeir munu taka framförum."

„Við náðum aldrei stjórn á leiknum en við getum ekki gert neitt í því núna. Við þurfum að vinna saman sem lið til að taka framförum. Aston Villa fékk full margar skyndisóknir fyrir minn smekk," sagði Solskjær.

Manchester United er í 9. sæti með 18 stig þegar 14. umferðir eru að baki í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner