Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
   mið 01. desember 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Everton þarf kraftaverk til að vinna - „Óttast að við verðum næsta Sunderland"
Rafa Benítez
Rafa Benítez
Mynd: EPA
Demarai Gray var eini leikmaðurinn sem Benítez keypti.
Demarai Gray var eini leikmaðurinn sem Benítez keypti.
Mynd: EPA
DCL er meiddur.
DCL er meiddur.
Mynd: EPA
Rafa Benítez byrjaði vel sem stjóri Everton og vann góða sigra í upphafi tímabils. Síðan þá hefur lítið gengið, lykilmenn hafa verið meiddir og í kvöld mætir liðið Liverpool í nágrannaslag. Everton hefur einungis náð í tvö stig í síðustu sjö deildarleikjum sínum.

Sjá einnig:
Benítez fyrir leikinn gegn Liverpool: Þurfum að leita í grunninn

Matt Jones sér um Everton hlaðvarpið The Blue Room. Hann ræddi við BBC um stöðu Everton og Benítez.

Benítez fékk einungis að eyða 1,7 milljónum punda í sumar þar sem eigandi félagsins hefur eytt of mikið að undanförnu og var félagið við það að brjóta reglur varðandi félagaskipti.

„Ef ég þyrfti að raða vandamálum Everton frá því fyrsta til þess síðasta þá væri Benítez nálægt botninum á listanum."

„Enginn í keðjunni veit hver sér um hvað. Við erum með eigandann, yfirmann fótboltamála, stjórnarformanninn og svo stjórann,"
sagði Jones.

„Félagið er í algjöru rugli. Það er ekki bara Rafa Benítez, þetta fer alla leið á toppinn. Ég óttast að við verðum næsta Sunderland [sem féll niður í C-deildina á skömmum tíma]. Ég horfi á töfluna og ég á erfitt með að sjá okkur ekki enda í neðstu fimm eða sex sætunum," sagði Peter Mcpartland sem sér um stuðningsmannarásina Toffee TV.

„Stuðningsmenn kenna stjórninni um en þeir eru líka ósáttir við leikmenn sem leggja sig ekki nægilega mikið fram. Það hefur verið þemað undanfarin ár að leikmenn berjast ekki nægilega mikið í Everton-treyjunni," sagði Carl Woodward sem starfar hjá BBC.

„Stuðningsmenn Everton voru ekki hrifnir af ráðningunni á Benítez en að hún hafi tekið smá tíma að klárast er eitthvað sem hjálpaði Benítez því stuðningsmenn gátu meðtekið þetta betur. Meirihluti stuðningsmanna ákvað að styðja við bakið á honum," sagði Woodward en Benítez er fyrrum stjóri Liverpool.

Wilson segir að lokum að Everton þurfi á kraftaverki að halda til að vinna. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20:15 og er í beinni á Síminn Sport.

Greinina í heild má lesa hér.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner