Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 01. desember 2021 10:27
Elvar Geir Magnússon
Heldur starfinu eftir að hafa sagt samkynhneigð hættulega mannkyninu
Mohamed Aboutrika.
Mohamed Aboutrika.
Mynd: EPA
BeIN Sports sjónvarpsstöðin í Katar fær mikla gagnrýni eftir að Mohamed Aboutrika, fyrrum landsliðsmaður Egyptalands og einn helsti sparkspeningur sjónvarpsstöðvarinnar, sagði að samkynhneigð stríði gegn „mannlegu eðli".

Aboutrika sagði að samkynhneigð væri hættuleg mannkyninu þegar hann gangrýndi regnbogaátakið sem nú er í gangi í ensku úrvalsdeildinni. Hann hvatti múslimska leikmenn til að taka ekki þátt í átakinu.

Ummæli Aboutrika voru send út í beinni útsendingu í kringum útsendingu frá ensku úrvalsdeildinni í Mið-Austurlöndum og norður Afríku. Þau hafa skiljanlega vakið mikla reiði.

Það er innan við ár þangað til HM hefst í Katar en landið hefur fengið mikla gagnrýni fyrir mannréttindabrot.

Kick it Out samtökin sem berjast gegn mismunun í fótbolta gagnrýna Aboutrika harðlega og einnig BeIN sjónvarpsstöðina fyrir að sjónvarpa hatursorðræðu í beinni.

Abourtika hefur fengið aðvörun frá BeIN fyrir að hafa farið út fyrir sitt starfssvið með því að virða skoðanir á samkynhneigð en samkvæmt fréttum þá hefur sjónvarpsstöðin ekki í hyggju að reka hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner