Grindavík vann 2-1 sigur á Fylki er liðin mættust í æfingaleik á Würth-vellinum í gær.
Jordan Smylie og Djordje Panic skoruðu mörk Grindavíkur. Smylie spilaði síðast með Haukum árið 2023 en þar áður lék Ástralinn með Keflavík.
Á dögunum kom fram hér á Fótbolta.net að hann væri að leita sér að liði á Íslandi, en hann er með dvalarleyfi og atvinnuleyfi og því ekkert til fyrirstöðu að hann skrifi undir hjá íslensku liði fyrir komandi tímabil.
Djordje er uppalinn í Fjölni, en hann hefur spilað með Aftureldingu, Þrótti, Ægi og nú síðast Árbæ.
Alls komu níu leikmenn 2. flokk við sögu hjá Grindavík í leiknum þar sem sex spiluðu sinn fyrsta leik með meistaraflokki. Þá léku tveir ungir og efnilegir leikmenn Breiðabliks, báðir fæddir 2005, með Grindavík í leiknum.
Eina mark Fylkis gerði Henrik Hermannsson. Markús Máni Jónsson, sem skoraði 14 mörk með Víði í 3. deildinni í sumar, spilaði hálfleik í liði Fylkis.
Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir