Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að besta liðið hafi unnið þegar Englandsmeistararnir töpuðu fyrir Liverpool á Anfield í dag.
Tap Man City var það fjórða í röð í deildinni og er það nú ellefu stigum frá toppliði Liverpool.
Liverpool var með algera yfirburði í leiknum og alveg óhætt að segja að sigur þeirra rauðu hafi verið sanngjarn.
„Besta liðið vann. Þeir voru nánast óstöðvandi fyrstu 10-15 mínúturnar. Þetta var svo erfitt.“
„Leikmennirnir hjálpuðu mér. Við unnum deildina fyrir þremur eða fjórum mánuðum, komumst í undanúrslit enska bikarsins og í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er ekki öld síðan það gerðist.“
„Frá byrjun tímabils hefur staðan var erfið fyrir okkur og það af mörgum ástæðum. Ég veit að leikmennirnir vilja gera þetta fyrir félagið og mig, það er enginn vafi á því. Við verðum að snúa þessu við og vinna leiki.“
Man City hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum í öllum keppnum, sem er langversti kafli á þjálfaraferli Guardiola.
„Markmiðið er að reyna vinna næsta leik og taka þetta síðan skref fyrir skref,“ sagði Guardiola.
Athugasemdir