lau 02. janúar 2021 22:24
Ívan Guðjón Baldursson
Segja Gylfa Þór á góðri leið með að vinna sér inn samning
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því að stjórnendur Everton eru að velta því fyrir sér að bjóða Gylfa Þór Sigurðssyni nýjan samning en þessi 31 árs miðjumaður er samningsbundinn félaginu út næstu leiktíð.

Daily Mail greinir frá því að Everton gæti boðið honum eins árs framlengingu en Gylfi Þór virtist vera á leið frá Everton eftir að hafa ekki verið uppá sitt besta á síðustu leiktíð.

Hann missti byrjunarliðssætið en hefur hins vegar skinið að undanförnu í fjarveru James Rodriguez. Gylfi hefur sagst vera mjög ánægður með stjórnunarhætti Carlo Ancelotti og virðist líða vel undir hans stjórn.

„Stjórinn er stórkostlegur, ég nýt þess að spila undir hans stjórn. Hann býr yfir gríðarlegri reynslu og það er frábært að vera í kringum hann," sagði Gylfi um Ancelotti í viðtali við Liverpool Echo.

„Hann gerði ekki 10 eða 20 breytingar þegar hann kom inn. Öllum hérna líður mjög vel undir hans stjórn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner