Lögreglan í Manchester var að gefa það út að allar ákærur á hendur fótboltamanninum Mason Greenwood hefðu verið felldar niður.
Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, fyrir ofbeldisfulla hegðun og fyrir að hafa ráðist á fyrrum kærustu sína, Harriet Robson.
Hún tók upp myndbönd og myndir af Greenwood sem fóru á netið í janúar mánuði á síðasta ári.
Greenwood hefur ekki spilað fótbolta síðan hann var fyrst ákærður en hann þótti einn efnilegasti fótboltamaður í heimi.
Réttarhöld í máli hans áttu að fara fram í nóvember en lögreglan hefur núna ákveðið að fella niður ákærurnar eftir langa rannsókn. Lögreglan segir að nýjar vendingar hafi komið upp í málinu sem urðu þess valdandi að ekki var lengur talinn möguleiki á sakfellingu.
Criminal proceedings against a 21-year-old man in connection with an investigation opened in January 2022 have, today (Thursday 2 February 2023), been discontinued by the CPS.
— Greater Manchester Police (@gmpolice) February 2, 2023
Chief Superintendent Michaela Kerr, GMP’s Head of Public Protection, said:... (1/7) pic.twitter.com/VOp9n527Kw
Athugasemdir