Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fim 02. febrúar 2023 14:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ákærurnar gegn Greenwood felldar niður
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Lögreglan í Manchester var að gefa það út að allar ákærur á hendur fótboltamanninum Mason Greenwood hefðu verið felldar niður.

Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, fyrir ofbeldisfulla hegðun og fyrir að hafa ráðist á fyrrum kærustu sína, Harriet Robson.

Hún tók upp myndbönd og myndir af Greenwood sem fóru á netið í janúar mánuði á síðasta ári.

Greenwood hefur ekki spilað fótbolta síðan hann var fyrst ákærður en hann þótti einn efnilegasti fótboltamaður í heimi.

Réttarhöld í máli hans áttu að fara fram í nóvember en lögreglan hefur núna ákveðið að fella niður ákærurnar eftir langa rannsókn. Lögreglan segir að nýjar vendingar hafi komið upp í málinu sem urðu þess valdandi að ekki var lengur talinn möguleiki á sakfellingu.


Athugasemdir
banner
banner