mið 02. maí 2018 19:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrknesk landsliðskona komin í HK/Víking (Staðfest)
HK/Víkingur er að safna liðsstyrk rétt fyrir mót.
HK/Víkingur er að safna liðsstyrk rétt fyrir mót.
Mynd: Aðsend
Tyrkneska landsliðskonan Fat­ma Kara mun spila með HK/Víkingi í Pepsi-deild kvenna í sumar.

Mbl.is greinir frá þessu, en hún verður lögleg með liðinu frá og með morgundeginum.

Fatma er 26 ára miðjumaður. Hún kemur frá Besiktas sem er stórt félag í Tyrklandi. Besiktas hafnaði í öðru sæti tyrknesku deildarinnar á liðnu tímabili á eftir meisturunum í Ataşehir Beldiyesi.

Hún skoraði fimm mörk í 17 leikjum fyrir Besiktas sem verður að teljast afar gott fyrir miðjumann.

Fatma á 31 landsleik fyrir Tyrkland sem er í 63. sæti á heimslista FIFA. Ísland er í 19. sæti listans.

Þá greinir mbl.is einnig frá því að albönsk landsliðskona sé á leið í HK/Víking en ekki sé búið að ganga alveg frá félagskiptum við hana. Fyrsti leikur HK/Víkings í Pepsi-deildinni er gegn FH á föstudag.

Í spá Fótbolta.net fyrir sumarið er HK/Víkingi spáð neðsta sæti Pepsi-deildarinnar.

Draumaliðsdeild 50skills
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild 50skills. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner