Tyrkneska landsliðskonan Fatma Kara mun spila með HK/Víkingi í Pepsi-deild kvenna í sumar.
Mbl.is greinir frá þessu, en hún verður lögleg með liðinu frá og með morgundeginum.
Mbl.is greinir frá þessu, en hún verður lögleg með liðinu frá og með morgundeginum.
Fatma er 26 ára miðjumaður. Hún kemur frá Besiktas sem er stórt félag í Tyrklandi. Besiktas hafnaði í öðru sæti tyrknesku deildarinnar á liðnu tímabili á eftir meisturunum í Ataşehir Beldiyesi.
Hún skoraði fimm mörk í 17 leikjum fyrir Besiktas sem verður að teljast afar gott fyrir miðjumann.
Fatma á 31 landsleik fyrir Tyrkland sem er í 63. sæti á heimslista FIFA. Ísland er í 19. sæti listans.
Þá greinir mbl.is einnig frá því að albönsk landsliðskona sé á leið í HK/Víking en ekki sé búið að ganga alveg frá félagskiptum við hana. Fyrsti leikur HK/Víkings í Pepsi-deildinni er gegn FH á föstudag.
Í spá Fótbolta.net fyrir sumarið er HK/Víkingi spáð neðsta sæti Pepsi-deildarinnar.
Draumaliðsdeild 50skills
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild 50skills. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir