Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 02. júní 2023 16:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu heimsklassa markvörslu Sigurjóns - „Markvarsla ársins!"
Lengjudeildin
Sigurjón Daði er 22 ára og er á sínu þriðja tímabili sem aðalmarkvörður Fjölnis.
Sigurjón Daði er 22 ára og er á sínu þriðja tímabili sem aðalmarkvörður Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir er með þrettán stig í Lengjudeildinni eftir fimm umferðir.
Fjölnir er með þrettán stig í Lengjudeildinni eftir fimm umferðir.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ég bara á ekki orð yfir þennan gæja hann er svo mikill töffari.
Ég bara á ekki orð yfir þennan gæja hann er svo mikill töffari.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sigurjón Daði Harðarson átti eina af vörslum sumarsins þegar hann varði skalla Steinars Þorsteinssonar í leik ÍA og Fjölnis í gær. Sigurjón er markvörður Fjölnis og átti frábæran leik þegar lið hans vann 1-2 útisigur á Skaganum.

Skallinn frá Steinari var af stuttu færi en Sigurjón brást mjög fljótt við og varði boltann glæsilega yfir markið. „Steinar gerði allt rétt, þurfti bara að stýra boltanum á markið, en það er ekki hægt að skora ef þetta er markvarslan," sagði Sverrir Mar Smárason í lýsingu á ÍA TV. „Þetta var markvarsla í heimsklassa," sagði Örn Arnarson sem lýsti með Sverri.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Fjölnir



Sölvi Haraldsson fjallaði um leikinn hér á Fótbolta.net og skrifaði eftirfarandi um vörsluna: „Markvarsla ársins!!!! Jóhannes Vall með magnaða fyrirgjöf sem endar á enninu á Steinari sem stendur alveg uppvið markið. Hann nær föstum skalla upp í hægra hornið en Sigurjón á eina svakalegustu vörslu sem ég hef séð á þessu tímabili!"

Sigurjón var svo valinn maður leiksins af Sölva og skrifaði eftirfarandi í skýrsluna: „Magnaður í dag. Ef það hefði ekki verið fyrir honum hefðu Fjölnismenn farið með núll stig í Grafarvoginn, það er alveg klárt. Átti einhverja markvörslu tímabilsins í stöðunni 1-0 í seinni hálfleik og var óhepinn að ná ekki að halda hreinu."

Fyrirliðinn Hans Viktor Guðmundsson var til viðtals eftir leik spurður út í Sigurjón. „Hann var frábær í dag og átti frábærar vörslur. Skallinn sérstaklega í síðari hálfleik, það er bara mjög gott að hafa hann fyrir aftan sig.“

Þjálfarinn Úlfur Arnar Jökulsson kallaði Sigurjón hugarfarsskrímsli í viðtali eftir leik. ,.Stórkostlegur. Hann gerir slæm mistök á móti Þrótti og hann sýnir úr hverju hann er gerður með því að svara því sem var sagt um hann í kjölfarið af þeim leik. Þetta er bara frábær markmaður. Ég bara á ekki orð yfir þennan gæja hann er svo mikill töffari. Hvað segir Klopp alltaf? Hann er svona mentality monster, þvílík frammistaða hjá drengnum,“ sagði Úlfur.

„Trufluð varsla, ég hef sjaldan séð svona. Þvílík viðbrögð," sagði undirritaður í Innkastinu þar sem rætt var um leiki gærkvöldsins. Hægt er að nálgast umræðu um leikinn eftir 78 mínútur af þættinum. Hér að neðan má svo sjá atvikið sem Fjölnismenn eru svekktir með þegar dómari leiksins, Elías Ingi Árnason, dæmdi vítaspyrnu í lok leiksins.


Úlli eftir sigur gegn ÍA: Hvað segir Klopp alltaf?
Hans Viktor: Það var mjög sætt að sjá boltann í netinu
Innkastið - Lögregluvarðstjórinn og margt býr í þokunni
Athugasemdir
banner
banner