Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 02. ágúst 2022 10:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn annar af tveimur líklegustu til að taka við Norrköping
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er sterklega orðaður við Íslendingafélagið Norrköping í Svíþjóð.

Í sænskum fjölmiðlum í dag er talað um hann sem einn af þremur líklegustu til að taka við starfinu, jafnvel annar af tveimur þar sem Poya Asbaghi - sem er nefndur í tengslum við starfið - sé búinn að finna sér starf utan fótboltans.

Í grein fotbollskanalen eru Óskar og Daniel Bäckström, þjálfari Sirius, sagðir vera þeir líklegustu til að taka starfið að sér.

Tony Martinsson, yfirmaður fótboltamála hjá Norrköping, segist hafa fundað með nokkrum þjálfurum og vonast sé til þess að finnast lausn sem fyrst. Ferlið er á lokastigi að hans sögn.

Óskar, sem hefur náð stórkostlegum árangri með Breiðablik og Gróttu hér á landi, sagðist ekki hafa fengið símtal frá Norrköping þegar Fótbolti.net ræddi við hann fyrir um tveimur vikum síðan. Hann væri að einbeita sér alfarið að Breiðablik núna.

Norrköping er sem stendur í tólfta sæti sænsku deildarinnar með 16 stig eftir 16 leiki. Í liðinu eru þrír Íslendingar: Andri Lucas Guðjohnsen, Ari Freyr Skúlason og Arnór Sigurðsson. Mögulega er sá fjórði á leiðinni því Arnór Ingvi Traustason hefur verið sterklega orðaður við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner