Markvörðurinn Kasper Schmeichel segist vera að vinna í því að sannfæra landa sinn, Matt O'Riley, um að vera áfram hjá Celtic.
Schmeichel gekk nýverið í raðir Celtic en O'Riley er eftirsóttur eftir að hafa leikið frábærlega á síðustu leiktíð. Hann skoraði 19 mörk og lagði 18 mörk sem er frábært af miðjumanni að vera.
Schmeichel gekk nýverið í raðir Celtic en O'Riley er eftirsóttur eftir að hafa leikið frábærlega á síðustu leiktíð. Hann skoraði 19 mörk og lagði 18 mörk sem er frábært af miðjumanni að vera.
Atalanta á Ítalíu leiðir kapphlaupið um hann, en það er talið að Celtic sé ekki tilbúið að selja hann fyrir minna en 25 milljónir punda. Schmeichel vonast til að sannfæra landa sinn um að fara ekki neitt.
„Ég er að reyna allt, treystið mér," segir Schmeichel. „Ég er að reyna allt en hann gefur ekkert upp."
„Hann er leikmaður í hæsta gæðaflokki. Hafandi séð hann hérna á hverjum degi, þvílíkur leikmaður."
Athugasemdir