Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 02. september 2024 20:13
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Frábær endurkoma í lífsnauðsynlegum sigri Fylkis
Fylkiskonur skoruðu tvö mörk á átta mínútum í síðari hálfleik en það var Marija Radojicic sem gerði sigurmarkið
Fylkiskonur skoruðu tvö mörk á átta mínútum í síðari hálfleik en það var Marija Radojicic sem gerði sigurmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef Fylkir vinnur síðustu tvo leiki sína mun liðið líklega halda sér uppi
Ef Fylkir vinnur síðustu tvo leiki sína mun liðið líklega halda sér uppi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 1 - 2 Fylkir
1-0 Jessica Ayers ('43 )
1-1 Eva Rut Ásþórsdóttir ('62 )
1-2 Marija Radojicic ('70 )
Lestu um leikinn

Fylkir hefur ekki sagt sitt síðasta í fallbaráttunni í Bestu deild kvenna, en liðið vann 2-1 endurkomusigur á Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.

Það var alveg ljóst fyrir leikinn að Fylkir var komið upp við vegg og þurfti á öllum stigunum að halda.

Leikurinn byrjaði rólega og var lítið um að vera. Stjarnan var með yfirburði en ekki að skapa sér neitt af viti. Fylkisliðið varð kraftmeira undir lok hálfleiksins, en þá fengu þær mark í andlitið.

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir átti sendingu inn á Jessicu Ayers sem lét vaða á markið, en Tinna Brá Magnúsdóttir sá við henni. Ayers hirti frákastið og skoraði í annarri tilraun sinni.

Þungt högg fyrir Fylkiskonur svona rétt fyrir hálfleik, en lögðu samt ekki árar í bát.

Eva Rut Ásþórsdóttir, fyrirliði Fylkis, jafnaði metin hálftíma fyrir leikslok með marki úr aukaspyrnu. Boltinn flaug inn í teiginn og náðu Stjörnukonur ekki að hreinsa hann frá og hafnaði hann í netinu.

Sigurmark Fylkis kom átta mínútum síðar. Tinna Harðardóttir kom boltanum inn á Mariju Radojicic sem náði að setja boltann í markið. Frábær endurkoma gestanna.

Stjörnukonur reyndu hvað þær gátu til að finna jöfnunarmark en tókst ekki. Lokatölur 2-1 Fylki í vil sem er nú með 13 stig í næst neðsta sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Stór stig hjá Fylki sem spilar næst við Tindastól.

Eins og áður hefur komið fram eru þetta þrír úrslitaleikir sem Fylkir er á leið inn í. Ef liðið vinnur Tindastól kemur það sér upp úr fallsæti.
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Stjarnan 21 7 4 10 29 - 41 -12 25
2.    Tindastóll 21 5 4 12 26 - 44 -18 19
3.    Keflavík 21 4 2 15 25 - 43 -18 14
4.    Fylkir 21 3 4 14 20 - 42 -22 13
Athugasemdir
banner
banner