Liverpool til í að berjast við Man Utd um Branthwaite - Southgate líklegastur til að taka við af Ten Hag
   mið 02. október 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dómari í banni fyrir að hóta leikmanni lífláti
Fabio Maresca
Fabio Maresca
Mynd: Getty Images

Ítalski dómarinn Fabio Maresca mun ekki dæma í ítölsku deildinni í mánuð eftir að hafa hótað leikmanni lífláti á dögunum.


Hann var að dæma í úrvalsdeildinni í Kúveit en ítalskir fjölmiðlar greina frá því að hann hafi hótað leikmanni Al-Arabi og sagt við hann: „Þegar ég sé þig næst mun ég drepa þig."

Maresca átti að vera fjórði dómari í leik PSV og Sporting í Meistaradeildinni í gær en var skipt út fyrir Daniele Doveri.

Maresca var dómari þegar Milan og Torino gerðu 2-2 jafntefli í fyrstu umferð í ítölsku deildinni en það er ljóst að hann muni ekki dæma næstu vikurnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner