Liverpool til í að berjast við Man Utd um Branthwaite - Southgate líklegastur til að taka við af Ten Hag
   mið 02. október 2024 17:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Vonandi sjáum við hann aftur upp á sitt besta gegn Wales"
Icelandair
Stóð sig vel í síðustu landsleikjum.
Stóð sig vel í síðustu landsleikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Löngu innköstin.
Löngu innköstin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson var besti leikmaður Íslands í síðasta landsliðsverkefni. Hann átti afskaplega góðan leik gegn Svartfjallalandi og var besti leikmaður Íslands í Tyrklandi.

Hann greip tækifærið þar sem Arnór Ingvi Traustason var að stíga upp úr meiðslum, fékk traustið og skilaði sínu hlutverki sem djúpur miðjumaður virkilega vel.

Hann er í landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

„Ég er hrifinn af Stefáni. Hann hefur svolítið verið inn og út úr hópnum. Hann var að glíma við meiðsli þegar ég tók fyrst við og var því ekki í fyrstu hópnum. En ég fylgdist vel með honum hjá Silkeborg,“ sagði landsliðsþjálfarinn Age Hareide á fréttamannafundi í dag.

„Hann er með dýrmæta eiginleika, hann er öflugur í föstum leikatriðum og getur tekið löng innköst. Stefán er góður á boltann, ég vil spila í gegnum miðjuna og Stefán hefur gert það vel.“

„Hann hefur gert vel hjá Preston, hann er að koma nýr inn í Championship deildina sem er erfið og hraðinn mikill. Ég er ánægður með Stefán og hans frammistöðu, vonandi sjáum við hann aftur upp á sitt besta þegar við spilum gegn Wales,"
sagði Hareide.
Athugasemdir
banner
banner