Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   þri 10. september 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Greip tækifærið og stóð sig best - „Er að njóta þess að spila fótbolta"
Icelandair
Mynd: Preston

Stefán Teitur Þórðarson sagði í viðtali við Fótbolta.net eftir tap liðsins gegn Tyrklandi í gær að hann væri virkilega að njóta þess að spila fótbolta um þessar mundir. Stefán Teitur fékk hæstu einkunn í báðum leikjunum í þessum glugga hjá Fótbolta.net.


Stefán gekk til liðs við Preston á Englandi í sumar frá danska félaginu Silkeborg. Liðið er aðeins með þrjú stig eftir fjórar umferðir í Championship deildinni en hann er spenntur fyrir framhaldinu.

„Ég er að njóta þess að spila fótbolta akkúrat núna. Það mun halda áfram með Preston núna, það eru skemmtilegir leikir framundan með nýjum þjálfara þannig ég er mjög spenntur," sagði Stefán Teitur.

Liðið heimsækir Middlesbrough um næstu helgi, fær svo Fulham í heimsókn í deildabikarnum og svo er Íslendingaslagur þegar Arnór Sigurðsson og félagar í Blackburn koma í heimsókn.

Paul Heckingbottom var ráðinn stjóri Preston eftir fyrstu tvo leikina í Championship.


Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Athugasemdir
banner