
Sóknarmaðurinn Luis Suarez var líklega að spila sinn síðasta leik á heimsmeistaramóti.
Suarez, sem er 35 ára, byrjaði hjá Úrúgvæ er liðið vann 2-0 sigur gegn Gana í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Suarez átti mjög góðan leik áður en hann var tekinn af velli um miðjan seinni hálfleik.
Suarez, sem er 35 ára, byrjaði hjá Úrúgvæ er liðið vann 2-0 sigur gegn Gana í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Suarez átti mjög góðan leik áður en hann var tekinn af velli um miðjan seinni hálfleik.
Úrúgvæ var á leiðinni áfram þangað til Suður-Kórea komst yfir gegn Portúgal í uppbótartíma. Þá þurfti Úrúgvæ eitt mark í viðbót en þeim tókst ekki að skora það.
Suarez fylgdist stressaður með lokamínútunum og það var augljóst þegar hann fékk fréttirnar um það að Suður-Kórea hefði skorað.
Tilfinningarnar báru svo Suarez ofurliði. Hann gat ekki hætt að gráta. Hans síðasti dans á heimsmeistaramótinu endar hræðilega.
📸 - Luis Suárez is completely broken. pic.twitter.com/C0RYo1WO4U
— 𝐀𝐅𝐂 𝐀𝐉𝐀𝐗 💎 (@TheEuropeanLad) December 2, 2022
Leikmenn Úrúgvæ voru trylltir við dómarann þegar flautað var til leiksloka. Þeir vildu fá vítaspyrnu þegar Edinson Cavani féll niður í teignum.
Dómarinn þurfti að fá fylgd inn í klefa en leikmenn Úrúgvæ geta í raun bara sjálfum sér um kennt. Þeir spiluðu ekki nægilega vel í fyrstu tveimur leikjunum.
The Uruguay players are not happy with the referees after the final whistle. #FIFAWorldCup pic.twitter.com/tVKieu40Vn
— NBC Sports Soccer (@NBCSportsSoccer) December 2, 2022
Sjá einnig:
HM: Suður-Kórea áfram eftir mark í uppbótartíma og Úrúgvæ er úr leik
Athugasemdir