
Leikmenn Úrúgvæ voru vægast sagt ósáttir við dómara leiksins gegn Gana á HM í dag. Daniel Siebert er ekki vinsæll í Úrúgvæ þessa stundina.
Hann dæmdi vítaspyrnu fyrir Gana í fyrri hálfleik. Andre Ayew fór á punktinn en klúðraði.
Leikmenn Úrúgvæ voru ósáttir við dómarann. Þeir fögnuðu vel og innilega þegar Ayew klúðraði en Federico Valverde, ein helsta stjarnan í liði Úrúgvæ, beindi gleði sinni að dómaranum. Var hann þannig að mótmæla ákvörðuninni.
Hægt er að sjá myndband af þessu hér fyrir neðan.
Í seinni hálfleik vildi Úrúgvæ svo fá tvær vítaspyrnur en Siebert dæmdi ekki. Eftir leik hópuðust leikmenn Úrúgvæ að dómaranum en þeir eru á leið heim eftir að hafa lent í þriðja sæti í riðli sínum.
EL HALCÓN pic.twitter.com/b2Pr9lA485
— Out of context Futbol Uruguayo (@OOCfutUY) December 2, 2022
Athugasemdir