Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. janúar 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Rodwell til Sheffield (Staðfest) - Með um helgina
Chris Wilder og Jack Rodwell.
Chris Wilder og Jack Rodwell.
Mynd: Sheffield United
Enska úrvalsdeildarfélagið Sheffield United hefur gert samning við Jack Rodwell út tímabilið. Rodwell hefur æft með liðinu undanfarnar vikur og kemur á frjálsri sölu.

Þessi 28 ára fyrrum leikmaður Everton, Manchester City og Sunderland var síðast hjá Blackburn Rovers.

Rodwell var mikið efni á sínum tíma en ferill hans náði ekki þeim hæðum sem búist var við. Hann verður löglegur á sunnudag þegar Sheffield mætir utandeildarliðinu AFC Fylde í þriðju umferð FA-bikarsins.

Rodwell hlaut mikla gagnrýni þegar hann var hjá Sunderland en í heimildarþáttaröð um liðið fékk hann að heyra það fyrir að neita að yfirgefa félagið og þiggja himinhá laun þrátt fyrir að vera óleikfær vegna meiðsla.

„Það eru tvær hliðar á þessari sögu. Það er mikið af bulli sem hefur verið sagt um Jack. Í heimildarþáttaröðum er alltaf verið að leita að skúrkum," segir Chris Wilder, stjóri Sheffield United.


Athugasemdir
banner
banner