Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   sun 03. febrúar 2019 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolta.net mótið: Breiðablik meistari eftir sigur á Stjörnunni
Gunnleifur Gunnleifsson fyrirliði Breiðabliks hampar sigurlaununum í leikslok.
Gunnleifur Gunnleifsson fyrirliði Breiðabliks hampar sigurlaununum í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolta.net móts meistarar Breiðabliks 2019.
Fótbolta.net móts meistarar Breiðabliks 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 0 Stjarnan
1-0 Thomas Mikkelsen ('36, víti)
2-0 Brynjólfur Darri Willumsson ('82)

Breiðablik vann Fótbolta.net mótið rétt í þessu eftir úrslitaleik gegn Stjörnunni.

Garðbæingar byrjuðu leikinn vel og komust nokkrum sinnum nálægt því að skora. Þeir fengu dæmda vítaspyrnu snemma leiks en Gunnleifur Gunnleifsson varði meistaralega frá Hilmari Árna Halldórssyni, sem bregst sjaldan bogalistin.

Stjörnumenn voru betri í fyrri hálfleiknum en leikurinn breyttist þegar Thomas Mikkelsen skoraði úr vítaspyrnu fyrir Blika tíu mínútum fyrir leikhlé. Báðir vítaspyrnudómarnir komu til vegna hendi innan teigs.

Leikurinn var nokkuð jafn í síðari hálfleik þar sem liðin skiptust á að eiga góða kafla, en Blikar komust grátlega nálægt því að skora á 72. mínútu þegar Kwame Quee skaut í þverslánna með markið galopið fyrir framan sig. Blikar áttu þó líklegast að fá vítaspyrnu því boltinn fór af hendi Daníels Laxdals áður en hann barst til Kwame.

Stjarnan komst nálægt því að jafna á lokakaflanum en Blikar geystust upp í skyndisókn eftir hornspyrnu og innsiglaði Brynjólfur Darri Willumsson sigurinn á 82. mínútu.

Til hamingju Breiðablik með að vinna Fótbolta.net mótið í fjórða sinn!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner