Hvað verður um Mathys Tel?
Mathys Tel hefur tjáð þýska stórveldinu Bayern München það að hann vilji fara annað. Hann hefur verið orðaður við félög í enska boltanum en eins og staðan er núna, þá gæti verið að hann verði áfram í Þýskalandi.
Tel, sem er 19 ára gamall og gríðarlega efnilegur, var fyrst orðaður við Tottenham sem sýndi honum mikinn áhuga. En hann hafði ekki áhuga á Spurs.
Tel, sem er 19 ára gamall og gríðarlega efnilegur, var fyrst orðaður við Tottenham sem sýndi honum mikinn áhuga. En hann hafði ekki áhuga á Spurs.
Svo komu fréttir um það í gær að hann væri búinn að velja Manchester United en þeir náðu ekki samkomulagi við Bayern. Man Utd vildi fá Tel á láni en ekki náðist samkomulag.
„Þetta er flókin staða. Menn hjá Bayern eru reiðir við Tel. Það er vegna þess að Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, flaug til München og var með 50 milljón evra pakka á borðinu sem Bayern var tilbúið að samþykkja. En Tel sagðist ekki hrifinn af verkefninu hjá Tottenham," segir Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi.
„Í augnablikinu er ekkert samkomulag við neitt félag. Ég get ekki sagt ykkur hvernig þessi saga endar. Kannski kemur Man Utd aftur að borðinu en eins og staðan er núna er Tel áfram leikmaður Bayern."
Arsenal og Chelsea hafa líka sýnt honum áhuga en á þessari stundu er ómögulegt að segja fyrir um hvað gerist.
Athugasemdir