Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orri með góða tölfræði ef horft er í spilaðar mínútur
Mynd: EPA
Orri Steinn Óskarsson hefur ekki byrjað svakalega vel með Real Sociedad en hann hefur verið heitur að undanförnu.

Hann var í byrjunarliðinu gegn PAOK í Evrópudeildinni í síðustu viku og skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri. Hann var síðan settur á bekkinn í 2-1 tapi liðsins gegn Osasuna í deildinni um helgina

Hann kom hins vegar inn á sem varamaður og skoraði sárabótamark.

Hann hefur þurft að sætta sig mikið við bekkjarsetu og þá hefur hann einnig verið að kljást við meiðsli á tíambilinu. Hann hefur skorað sex mörk fyrir liðið. Hann skorar mark á 137 mínútna fresti fyrir liðið sem er besta hlutfallið í liðinu.

Mikel Oyarzabal er oftar en ekki í fremstu víglínu og hefur skorað átta mörk en mörkin hans hafa komið með 253 mínútna millibli.


Athugasemdir
banner
banner
banner