Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. apríl 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tierney: Erfiðasta ákvörðunin að fara frá Celtic
Tierney í leik með Arsenal.
Tierney í leik með Arsenal.
Mynd: Getty Images
Kieran Tierney, bakvörður Arsenal, segir að það hafi verið erfiðasta ákvörðun sem hann hefur tekið að yfirgefa Celtic síðasta sumar.

Hinn 22 ára gamli Tierney fór frá Celtic til Arsenal fyrir 25 milljónir punda.

Það var draumur að rætast fyrir Tierney að fara til Arsenal, en hann segir að það hafi samt sem áður verið mjög svo erfitt að yfirgefa Celtic eftir 15 ára veru hjá félaginu.

„Ég myndi segja að yfirgefa Celtic hafi verið erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á ævinni," sagði Tierney er hann svaraði spurningum á Reddit.

„Ég vissi alltaf að ég myndi sakna Celtic hvað sem myndi gerast í lífinu. En tækifærið að spila fyrir Arsenal var áskorun sem ég hlakkaði alltaf til."

Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Tierney á tímabilinu og hefur hann aðeins spilað 11 leiki í heildina fyrir Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner