Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho segir að hann hafi ekki notið sín í vörninni í fyrstu leikjunum sem hann spilaði þar en það lagaðist þegar hann lærði betur á hlutverkið.
Fabinho hefur lítið fengið að spila í sinni stöðu á þessu tímabili með Liverpool vegna meiðsla í vörninni en hann hefur þurft að leysa af í miðverði. Samtals hefur hann leikið 22 leiki í hjarta varnarinnar
Liverpool fékk tvo miðverði í janúarglugganum og hefur Fabinho spilað síðustu þrjá leiki á miðjunni.
„Ég lærði mikið á því að spila í vörninni. Ég lærði að njóta þess að spila í þessari stöðu því ég naut þess alls ekki fyrst þegar ég var settur í miðvörðinn," sagði Fabinho.
„Þökk sé liðsfélögum mínum þá bætti ég mig mikið og lærði mikið um þessa stöðu. Ég lærði mikið um leiðtogahlutverkið í liðinu því í þessari stöðu þá sér maður allt þannig við þurftum að reyna að skipuleggja liðið vel."
„Þegar maður spilar á miðjunni þá er maður meira með boltann þegar maður sækir og það er aðeins meira mikilvægi í því en þegar maður er í vörninni en einbeiting var alltaf að reyna að verjast án bolta."
Fabinho verður væntanlega í byrjunarliði Liverpool gegn Arsenal í dag en Nat Phillips og Özan Kabak byrja líklega í vörninni og fær brasilíski miðjumaðurinn því að njóta sín á miðjunni.
Athugasemdir