Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 03. ágúst 2021 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Árni, í bland við Bakare, kveikt neistann aftur
Lengjudeildin
Jóhann Árni og Andri Freyr Jónasson fagna marki.
Jóhann Árni og Andri Freyr Jónasson fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Jóhann Árni Gunnarsson var gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Fjölni í upphafi tímabilsins.

Jóhann Árni, sem er fæddur árið 2001, fór rólega af stað í Lengjudeildinni. Hann hefur hins vegar bætt leik sinn mikið að undanförnu.

Hann hefur tvisvar með stuttu millibili verið valinn í lið umferðarinnar hér á Fótbolta.net.

„Eftir að við vorum leiðinlegir við Jóhann 01 okkar, þá er hann ein af stóru ástæðunum fyrir því að Fjölnir er komið í mixið. Þeir hafa haldið varnarleiknum og eru skipulagðir, en Jóhnn 01 í bland við (Michael) Bakare hafa kveikt neistann þarna," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Það er hrikalega flott og gerir baráttuna um annað sætið skemmtilega aftur. Ég sá ekki fyrir mitt litla líf fyrir nokkrum vikum að Fjölnir yrði komið í baráttuna aftur."

Bakare er enskur sóknarmaður sem var fenginn í glugganum. Hann hefur komið mjög sterkur inn í Fjölnisliðið, sem er núna í þriðja sæti, sex stigum frá ÍBV - sem vann Aftureldingu á laugardaginn. Útvarpsþátturinn var tekinn upp áður en sá leikur kláraðist.

Fjölnir hefur unnið tvo leiki í röð, en næsti leikur liðsins er við topplið Fram á fimmtudag.
Útvarpsþátturinn - Blikar í banastuði og peningarnir í íslenska boltanum
Athugasemdir
banner
banner
banner