Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 03. ágúst 2022 18:06
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Bodö/Glimt rústaði liðinu sem lét reka Milos
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla

Bodö/Glimt 5 - 0 Zalgiris
1-0 H. Vetlesen ('33)
2-0 A. Pellegrino ('36)
3-0 L. Salvesen ('58)
4-0 M. Hoibraaten ('61)
5-0 R. Espejord ('93)


Alfons Sampsted lék allan leikinn er Bodö/Glimt rústaði litháísku meisturunum í Zalgiris með fimm mörkum gegn engu.

Leikmenn Glimt skiptu mörkunum bróðurlega á milli sín og eru í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn í Litháen.

Sigurvegararnir mæta annað hvort Ludogorets eða Dinamo Zagreb í úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Zalgiris sló Malmö út í síðustu umferð og varð það tap til þess að Milos Miljoevic þjálfari var rekinn þrátt fyrir þrjá sigra í röð í sænsku toppbaráttunni.

Milos þjálfaði Víking R. og Breiðablik á Íslandi áður en hann flutti til Svíþjóðar. Hann tók við Blikum nokkrum mánuðum eftir að Alfons Sampsted skipti yfir til Norrköping fyrir rúmlega fimm árum síðan.

Fyrir leikinn gegn Zalgiris tókst MIlos og lærisveinum hans að rétt merja Víking R. samanlagt 6-5 eftir æsispennandi seinni leik á Víkingsvelli.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner