Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   lau 03. ágúst 2024 07:30
Sölvi Haraldsson
Joao Neves til PSG - Renato Sanches á heimleið
Mynd: EPA

Joao Neves hefur verið orðaður við lið eins og PSG og Manchester United í allan vetur. Benfica er búið að samþykkja tilboð í hann frá PSG en það styttist mjög í að portúgalinn verði tilkynntur sem nýr leikmaður liðsins.


Neves á 9 landsleiki fyrir Portúgal og 75 leiki fyrir Benfica í öllum keppnum og skorað í þeim fjögur mörk. 

Þrátt fyrir að Neves er með klásúlu upp á 120 milljónir evra fá Benfica rúmar 70 milljónir evra fyrir hann ásamt bónusum. Einnig fá þeir sinn fyrrum leikmann, Renato Sanches, á lán út tímabilið með möguleika um að kaupa hann á 10 milljónir evra frá PSG eftir tímabilið.

Neves kláraði læknisskoðun hjá franska liðinu í gær og gert er ráð fyrir að hann verði tilkynntur sem nýr leikmaður félagsins á næstunni. Hann skrifar undir samning til ársins 2029. 

Vægast sagt áhugaverð kaup hjá PSG en einnig hjá Benfica sem eru að fá Renato Sanches aftur í sínar raðir eftir 8 ára fjarveru. Renato á 35 leiki fyrir aðallið Benfica og skorað í þeim tvö mörk.


Athugasemdir
banner