Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   lau 03. ágúst 2024 23:00
Sölvi Haraldsson
Liverpool blandar sér óvænt í baráttuna - Vilja 75 milljónir fyrir hann
Marc Guehi er á óskalista Arne Slot.
Marc Guehi er á óskalista Arne Slot.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Newcastle United hafa sýnt mikinn áhuga á Marc Guehi, leikmanni Crystal Palace, sem þeir vilja sækja í sínar raðir. Eddie Howe telur Guehi vera rétta manninn sem liðið þarf. Arsenal hefur einnig verið að skoða enska landsliðsmanninn. Frá þessu greinir The Sun.


Liverpool hafa núna óvænt blandað sér í baráttuna um hafsentinn.

Eftir að Arne Slot tók við Liverpool í maímánuði hafa Liverpool ekki verið líflegir á markaðnum. Ekki einn nýr leikmaður hefur verið keyptur til Bítlaborgarliðsins en það er tæpur hálfur mánuður í að enska úrvalsdeildin fer af stað.

Crystal Palace vilja fá 75 milljónir punda fyrir Guehi sem hefur leikið fantavel með Örnunum og enska landsliðinu seinustu mánuði og eðlilega vakið mikla athygli.

Guehi á tvö ár eftir af samningum sínum hjá Crystal Palace. Palace seldu Michael Olise til Bayern Munchen fyrr í sumar en þeir gætu einnig verið að missa Guehi fyrir tímabilið.

Liverpool ætla að reyna að nota Joe Gomez til að hjálpa við kaupin á Guehi. Antony Gordon hefur þá verið orðaður við Liverpool en Joe Gomez gæti einnig verið notaður í einhverskonar skiptidíl fyrir Gordon.


Athugasemdir
banner
banner