Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   þri 03. október 2023 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Covid hefur sett strik í reikning Loga
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Logi Tómasson gekk í raðir norska félagsins Strömsgodset í lok ágúst þegar hann var keyptur frá Víkingi.

Vinstri bakvörðurinn byrjaði fyrsta leikinn eftir komu sína frá Íslandi en spilaði einungis um klukkutíma, í næsta leik kom hann inn af bekknum og í þriðja leik var hann ónotaður varamaður. Í síðasta leik, gegn Bodö/Glimt á sunnudag, kom hann svo inn af bekknum.

Logi greindist með Covid eftir komu sína til Noregs og hefur það sett strik í reikninginn.

Veiran hefur haft áhrif á hlaupagetu bakvarðarins en nú er hann að vinna í því að komast aftur í fyrra form og gæti hlutverk hans stækkað í lokaumferðum norsku deildarinnar.

Þegar sjö umferðir eru eftir er Strömsgodset sex stigum fyrir ofan fallumspilssæti, liðið er í 10. sæti í 16 liða deild. Liðið mætir Haugasundi um næstu helgi sem er liður í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé. Haugasund situr í fallumspilssætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner