Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 03. október 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einn mikilvægasti leikmaður Juventus frá út tímabilið
Gleison Bremer.
Gleison Bremer.
Mynd: Getty Images
Gleison Bremer, miðvörður Juventus, spilar ekkert meira á þessu tímabili.

Hann varð fyrir því óláni að slíta krossband í leik gegn RB Leipzig í Meistaradeildinni á dögunum. Hann fór af velli þar eftir aðeins sex mínútna leik.

Þetta er mikið áfall fyrir Juventus þar sem Bremer er einn mikilvægasti leikmaður Juventus.

Miðvarðastaðan er ekki sú sterkasta hjá ítalska félaginu og er Bremer fyrsti maður á blað í þeirri stöðu.

Bremer hafði byrjað alla sex deildarleiki Juventus á tímabilinu áður en hann meiddist.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner