Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 03. nóvember 2020 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Enginn getur varist gegn Mane, Salah og Jota í þessum ham"
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var auðvitað hæstánægður með 5-0 sigur á Atalanta í Meistaradeildinni í kvöld.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Jota og Liverpool fóru á kostum

„Þetta var frammistaða sem við þurftum á að halda í kvöld. Strákarnir mínir spiluðu ótrúlega," sagði Klopp í samtali við BT Sport.

Klopp var ánægður með flestallt í leik síns liðs. „Við vinnum leikinn 5-0 og við hefðum getað skorað fleiri mörk, en markvörður okkar þurfti líka að verja þrisvar sinnum mjög vel."

Diogo Jota skoraði þrennu og þeir Sadio Mane og Mohamed Salah voru einnig á skotskónum.

„Ég held að enginn geti varist gegn Sadio Mane, Mo Salah og Diogo Jota þegar þeir eru í þessum ham. Þetta snerist ekki um taktík eða okkar leikkerfi, þetta snerist um liðið okkar."

Næsti leikur Liverpool er gegn Man City í deildinni. „Nítíu prósent af leikmönnum mínum eru að fara að spila þrjá landsleiki eftir City leikinn. Ég verð sá eini sem fer í frí eftir helgina. Við sjáum hvernig við jöfnum okkur. City er öðruvísi lið og við verðum að vera tilbúnir fyrir þann leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner