Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. nóvember 2020 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Jota og Liverpool fóru á kostum
Sóknarþríeyki Liverpool var öflugt í Bergamo.
Sóknarþríeyki Liverpool var öflugt í Bergamo.
Mynd: Getty Images
Real Madrid vann Inter.
Real Madrid vann Inter.
Mynd: Getty Images
Jerome Boateng og Joshua Kimmich, leikmenn Bayern, fagna marki.
Jerome Boateng og Joshua Kimmich, leikmenn Bayern, fagna marki.
Mynd: Getty Images
Mikael Neville kom ekki við sögu hjá Midtjylland í kvöld.
Mikael Neville kom ekki við sögu hjá Midtjylland í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool sýndi sína allra flottustu takta gegn Atalanta í Bergamo í Meistaradeildinni í kvöld.

Portúgalski sóknarmaðurinn Diogo Jota, sem kom til Liverpool frá Úlfunum í sumar, átti draumaleik. Hann skoraði fyrsta mark leiksins á 16. mínútu og bætti við afar laglegu marki eftir rúmlega hálftíma leik.

Staðan var 2-0 í hálfleik og Liverpool pakkaði Atalanta saman í síðari hálfleik. Mohamed Salah hljóp nánast upp allan völlinn og stakk varnarmenn Atalanta af í þriðja markinu og fjórða markið gerði Sadio Mane.

Jota fullkomnaði svo þrennu sína á 54. mínútu leiksins. Hans fyrsta þrenna fyrir Liverpool. Það reyndist síðasta mark leiksins og lokatölur 5-0 fyrir Liverpool.

Fyrir fram átti þetta líklega að vera erfiðasti leikur Liverpool í riðlinum þar sem Atalanta komst í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og þykir eitt best spilandi lið Evrópu. Í kvöld var þeim pakkað saman af Jota og félögum.

Liverpool hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína og er með níu stig á toppi D-riðils. Ajax og Atalanta koma bæði svo með fjögur stig og er Midtjylland án stiga. Mikael Neville Anderson kom ekki við sögu hjá Midtjylland í 2-1 tapi gegn Ajax í Danmörku á þessu þriðjudagskvöldi.

Real Madrid hafði betur í stórleik
Sergio Ramos skoraði sitt 100. mark fyrir Real Madrid þegar hans menn lögðu Inter að velli í stórleik í spænsku höfuðborginni. Real komst í 2-0 en Inter jafnaði í 2-2. Það var Brasilíumaðurinn Rodrygo sem skoraði sigurmark Real þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Það er mikið jafnræði í þessum B-riðli. Gladbach er með fimm stig, Shakhtar og Real fjögur stig, og Inter á botninum með tvö stig.

Bayern lenti í kröppum dansi til að byrja með gegn Salzburg en tókst að knýja fram sigur að lokum, 6-2 stórsigur.

Porto vann sannfærandi sigur á Marseille og Manchester City lagði Olympiakos að velli þar sem Ferran Torres, Gabriel Jesus og Joao Cancelo skoruðu mörk City. Ögmundur Kristinsson var ekki í hóp hjá gríska liðinu.

Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

A-riðill:
Salzburg 2 - 6 Bayern
1-0 Mergim Berisha ('4 )
1-1 Robert Lewandowski ('21 , víti)
1-2 Rasmus Kristensen ('44 , sjálfsmark)
2-2 Masaya Okugawa ('66 )
2-3 Jerome Boateng ('79 )
2-4 Leroy Sane ('83 )
2-5 Robert Lewandowski ('88 )
2-6 Lucas ('90 )

B-riðill:
Real Madrid 3 - 2 Inter
1-0 Karim Benzema ('25 )
2-0 Sergio Ramos ('33 )
2-1 Lautaro Martinez ('35 )
2-2 Ivan Perisic ('68 )
3-2 Rodrygo ('80 )

C-riðill:
Manchester City 3 - 0 Olympiakos
1-0 Ferran Torres ('12 )
2-0 Gabriel Jesus ('81 )
3-0 Joao Cancelo ('90 )

Porto 3 - 0 Marseille
1-0 Moussa Marega ('4 )
2-0 Sergio Oliveira ('28 , víti)
3-0 Luis Diaz ('69 )

D-riðill:
Midtjylland 1 - 2 Ajax
0-1 Antony Santos ('1 )
0-2 Dusan Tadic ('13 )
1-2 Anders Dreyer ('18 )

Atalanta 0 - 5 Liverpool
0-1 Diogo Jota ('16 )
0-2 Diogo Jota ('33 )
0-3 Mohamed Salah ('47 )
0-4 Sadio Mane ('49 )
0-5 Diogo Jota ('54 )

Önnur úrslit:
Meistaradeildin: Gladbach með magnaðan útisigur í Úkraínu
Athugasemdir
banner
banner