Chelsea ræðir við McKenna - Pochettino gæti tekið við Englandi - 50 milljóna punda verðmiði á Silva
   fös 03. nóvember 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vonarstjarna Palmeiras með stórt riftunarákvæði í nýja samningnum
Mynd: Getty Images
Brasilíski táningurinn Luis Guilherme er búinn að skrifa undir samning við brasilíska stórveldið Palmeiras sem gildir þar til í júní 2026.

Guilherme fær væna launahækkun hjá Palmeiras en í nýja samningi hans er innifalið 55 milljón evra riftunarákvæði, til að fæla hin ýmsu evrópsku stórveldi í burtu.

Evrópsk félög eru dugleg að kaupa brasilískar vonarstjörnur en Palmeiras vill halda í Guilherme, sem er 17 ára gamall og hefur verið eftirsóttur af félögum á borð við FC Bayern, Liverpool og Chelsea undanfarin misseri.

Guilherme á 5 leiki að baki fyrir U20 landslið Brasilíu þrátt fyrir ungan aldur og hefur verið að fá aukinn spiltíma með aðalliði Palmeiras. Guilherme er sóknarsinnaður miðjumaður að upplagi, hann er örvfættur og getur einnig spilað úti á hægri kanti.

Chelsea keypti Andrey Santos frá Vasco da Gama í sumar og þá ákvað Crystal Palace að borga um 30 milljónir evra fyrir Matheus Franca frá Flamengo.

Vitor Roque er á leið til Barcelona, Savio er kominn til City Football Group og Endrick fer til Real Madrid. Það er gríðarlega mikið af brasilískum ungstirnum sem halda til Evrópu og vill Palmeiras fá greidda væna summu fyrir sinn mann.


Athugasemdir
banner
banner