Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 03. desember 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Jota elskar tölvuleiki - Sá besti í FIFA í ensku úrvalsdeildinni
Góður á vellinum og í tölvuleikjunum
Góður á vellinum og í tölvuleikjunum
Mynd: Getty Images
Diogo Jota hefur slegið í gegn með Liverpool síðan hann kom til félagsins frá Wolves fyrir tímabilið. Portúgalinn er mikill fótboltaáhugamaður og utan vallar spilar hann mikið tölvulekina FIFA og Football Manager.

„Síðan faðir minn gaf mér fyrstu PlayStation tölvuna sem barn þá hefur þetta verið önnur ástríða hjá mér. Ég spila alltaf fótbolta í tölvunni," sagði Jota í viðtali við The Athletic.

„Í heimi tölvuleikja þá get ég sameinað þrjá hluti - ástríðu mína fyrir fótbolta, keppni gegn öðru fólki og að stýra einhverju. Þú getur átt frábæra tíma í þessu heimi ef þú spilar af ábyrgð. Það er hægt að vera atvinnumaður í þessu en í mínu lífi er þetta algjört áhugamál. Ég á tíma til að gera aðra hluti líka."

Í apríl stóð enska úrvalsdeildin fyrir keppni í FIFA 20 á meðal liða í deildinni. Hvert lið sendi einn fulltrúa til keppni og Jota vann mótið fyrir Wolves. Hann sigraði Trent Alexander-Arnold, leikmann Liverpool í úrslitum.

„Ég held að Arnold vilji hefna fyrir þetta svo við sjáum hvað gerist í næsta leik hjá okkur. Ég hef ekki spilað á móti liðsfélögum mínum hjá Liverpool ennþá. Við höfum ekki verið með nægilegan tíma út af öllum leikjunum sem við erum að spila."
Athugasemdir
banner
banner