Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
banner
   fös 03. desember 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Tækifæri fyrir Rangnick að sanna sig í stærstu deildinni"
Rangnick
Rangnick
Mynd: EPA
Saul
Saul
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, sat fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir leik Chelsea gegn West Ham. Leikurinn er á morgun og fer fram á heimavelli West Ham.

Hann var spurður hvort hann hefði rætt við Ralf Rangnick sem tekinn er við stjórnartaumunum hjá Manchester United út tímabilið.

Tuchel er samlandi Rangnick og þekkjast þeir vel.

„Nei, ég hef ekki rætt við hann. Ég hefði svo sem ekki sagt annað en til hamingju, ekki gefið honum nein ráð," sagði Tuchel.

„Það þarf enginn ráð frá mér. Ég hef nóg að gera með að stýra Chelsea. Menn eru mismunandi og núna er tækifæri fyrir Rangnick að sanna sig hjá mjög stóru félagi í stærstu deildinni," sagði Tuchel.

Hann var einnig spurður út í Saul Niguez sem hefur alls ekki náð að stimpla sig inn í liðið hjá Chelsea.

„Hann er enn að aðlagast, gegn Watford fékk hann spjald snemma leiks og vildi ekki fara af fullum krafti í návígi, vildi ekki taka neina sénsa."

„Ég get séð fyrir mér að hann geti leyst stöðu vængbakvarðar því hann er mjög góður að mæta í teig andstæðinganna. Mögulega þurfum við að prófa það í næsta leik því Chilly [Ben Chilwell] er lengi frá og við getum ekki látið Marcos Alonso spila alla leiki,"
sagði Tuchel.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner