Fjórum leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni. Það var háspenna!
Liverpool 4 - 3 Fulham
0-1 Bernd Leno ('20 , sjálfsmark)
1-1 Harry Wilson ('24 )
2-1 Alexis MacAllister ('38 )
2-2 Kenny Tete ('45 )
2-3 Bobby Decordova-Reid ('80 )
3-3 Wataru Endo ('87 )
4-3 Trent Alexander-Arnold ('88)
Leikur Liverpool og Fulham var hreinlega magnaður. Trent Alexander-Arnold kom Liverpool yfir með hreint frábæru aukaspyrnumarki en það skráist sem sjálfsmark á markvörðinn Bernd Leno þar sem boltinn fór í bakið á honum og inn. Harry Wilson jafnaði gegn sínu fyrrum félagi í 1-1. Alexis Mac Allister kom Liverpool aftur í forystuna með sínu fyrsta marki fyrir félagið. En fyrir hálfleik jafnaði Fulham aftur, að þessu sinni Kenny Tete.
Bobby Decordova-Reid kom Fulham yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar tíu mínútur voru eftir. Hann skallaði þá boltann í netið en Kostas Tsimikas varnarmaður Liverpool var sekur um afskaplega dapran varnarleik.
Þá var komið að Japananum Wataru Endo að skora sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Hann jafnaði 3-3 með hnitmiðuðu skoti úr D-boganum. Það var svo Trent Alexander-Arnold sem kom Liverpool aftur yfir aðeins nokkrum sekúndum síðar. Hann skoraði með þéttingsföstu skoti frá vítateigsendanum. Sigurmark leiksins.
Liverpool, sem hefur leikið nítján deildarleiki í röð á Anfield án þess að tapa, er sem stendur í öðru sæti en Fulham í því fjórtánda.
Chelsea 3 - 2 Brighton
1-0 Enzo Fernandez ('17 )
2-0 Levi Colwill ('21 )
2-1 Facundo Valentin Buonanotte ('43 )
3-1 Enzo Fernandez ('65 , víti)
3-2 Joao Pedro ('90 )
Rautt spjald: Conor Gallagher, Chelsea ('45)
Argentínumaðurinn Enzo Fernandez skoraði sín fyrstu úrvalsdeildarmörk þegar Chelsea vann Brighton. Chelsea lék allan seinni hálfleikinn manni færri eftir að Conor Gallagher var sendur í sturtu eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald.
Leikmenn Chelsea sýndu karakter, þjöppuðu sér saman og fögnuðu að lokum sigri þrátt fyrir mikla pressu frá Brighton í lokin. Pedro náði að minnka muninn í 3-2 og Brighton fékk vítaspyrnu í uppbótartíma en dómurinn dreginn til baka eftir VAR skoðun.
Chelsea fór upp á efra skiltið með sigrinum, komst upp í tíunda sæti, en Brighton situr í því áttunda.
Bournemouth 2 - 2 Aston Villa
1-0 Antoine Semenyo ('10 )
1-1 Leon Bailey ('20 )
2-1 Dominic Solanke ('52 )
2-2 Ollie Watkins ('90 )
Ollie Watkins skoraði með skalla í lokin og bjargaði stigi fyrir Aston Villa í dramatískum leik gegn Bournemouth. Heimamenn voru nálægt því að landa stigunum þremur. Bournemouth er í sextánda sæti en Villa í því fjórða.
West Ham 1 - 1 Crystal Palace
1-0 Mohammed Kudus ('13 )
1-1 Odsonne Edouard ('53 )
West Ham var yfir gegn Palace í hálfleik en gestirnir jöfnuðu í seinni hálfleik og liðin skiptu stigunum á milli sín. West Ham er í níunda sæti en Crystal Palace í því tólfta.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 11 | 8 | 2 | 1 | 20 | 5 | +15 | 26 |
| 2 | Man City | 11 | 7 | 1 | 3 | 23 | 8 | +15 | 22 |
| 3 | Chelsea | 11 | 6 | 2 | 3 | 21 | 11 | +10 | 20 |
| 4 | Sunderland | 11 | 5 | 4 | 2 | 14 | 10 | +4 | 19 |
| 5 | Tottenham | 11 | 5 | 3 | 3 | 19 | 10 | +9 | 18 |
| 6 | Aston Villa | 11 | 5 | 3 | 3 | 13 | 10 | +3 | 18 |
| 7 | Man Utd | 11 | 5 | 3 | 3 | 19 | 18 | +1 | 18 |
| 8 | Liverpool | 11 | 6 | 0 | 5 | 18 | 17 | +1 | 18 |
| 9 | Bournemouth | 11 | 5 | 3 | 3 | 17 | 18 | -1 | 18 |
| 10 | Crystal Palace | 11 | 4 | 5 | 2 | 14 | 9 | +5 | 17 |
| 11 | Brighton | 11 | 4 | 4 | 3 | 17 | 15 | +2 | 16 |
| 12 | Brentford | 11 | 5 | 1 | 5 | 17 | 17 | 0 | 16 |
| 13 | Everton | 11 | 4 | 3 | 4 | 12 | 13 | -1 | 15 |
| 14 | Newcastle | 11 | 3 | 3 | 5 | 11 | 14 | -3 | 12 |
| 15 | Fulham | 11 | 3 | 2 | 6 | 12 | 16 | -4 | 11 |
| 16 | Leeds | 11 | 3 | 2 | 6 | 10 | 20 | -10 | 11 |
| 17 | Burnley | 11 | 3 | 1 | 7 | 14 | 22 | -8 | 10 |
| 18 | West Ham | 11 | 3 | 1 | 7 | 13 | 23 | -10 | 10 |
| 19 | Nott. Forest | 11 | 2 | 3 | 6 | 10 | 20 | -10 | 9 |
| 20 | Wolves | 11 | 0 | 2 | 9 | 7 | 25 | -18 | 2 |
Athugasemdir


