Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 03. desember 2023 21:03
Elvar Geir Magnússon
Þrír á leið í viðtal hjá Norrköping
Jói Kalli, Wettergren og Arnar Gunnlaugs.
Jói Kalli, Wettergren og Arnar Gunnlaugs.
Mynd: Fótbolti.net/EPA
Norrköping er í þjálfaraleit.
Norrköping er í þjálfaraleit.
Mynd: Getty Images
Eins og fjallað hefur verið um eru Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands og Arnar Gunnlaugsson þjálfari Íslandsmeistara Víkings á leið í starfsviðtal hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru þrír á leið í viðtal hjá félaginu. Hinn aðilinn er Peter Wettergren sem er aðstoðarlandsliðsþjálfari Svía.

Wettergren var aðstoðarþjálfari Elfsborg í áratug og svo aðstoðarþjálfari hjá FC Kaupmannahöfn 2015-16. Hann hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari Svía síðan 2016.

„Ef ég verð fyrir valinu verður einnig farið í viðræður við Víkinga. Það þyrfti væntanlega að kaupa mig frá Víkingi ef ég er sáttur við það sem Norrköping hefur að bjóða. Þetta snýst ekki bara um hvað Norrköping vill. Það gleymist oft að það er annað félag í spilunum (Víkingur) og svo er heimurinn frjáls, maður getur valið hvert maður fer," sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net í gær.

„Þetta er fyrst og fremst mikill heiður fyrir mig að þeir höfðu samband við mig. Mér finnst það nokkuð skemmtilegt, þetta er félag sem maður þekkir vel til. Svo verður bara að koma í ljós hvað verður. Það verður áhugavert, ef af verður í næstu viku, að fá að hitta þá," sagði Jói Kalli.
Athugasemdir
banner