Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   lau 02. desember 2023 17:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Ein mesta þvæla sem ég hef heyrt á ævinni
erður skemmtileg reynsla og fer í reynslubankann hvernig maður á að haga sér í þessum aðstæðum
erður skemmtileg reynsla og fer í reynslubankann hvernig maður á að haga sér í þessum aðstæðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hef reynt að útskýra að það er einhver leikur sem ég myndi fara í, ekki gagnvart Víkingunum mínum, ekki séns.
Ég hef reynt að útskýra að það er einhver leikur sem ég myndi fara í, ekki gagnvart Víkingunum mínum, ekki séns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staðreynd í íslenskum fótbolta að það verður alltaf að vera Skagamaðu
Staðreynd í íslenskum fótbolta að það verður alltaf að vera Skagamaðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hef ekki heyrt neitt, en gaman að vera nefndur í umræðunni
Ég hef ekki heyrt neitt, en gaman að vera nefndur í umræðunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fullyrt var í dag að Arnar Gunnlaugsson væri kominn með munnlegt samkomulag við Norrköping um að taka við sem þjálfari sænska félagsins. Það var TuttoSvenskan sem greindi frá.

Fótbolti.net náði tali á Arnari í dag og hann fór yfir stöðu mála.

3-5 menn á lista - Fundur á næstunni
„Staðan er ósköp einföld. Ég held að eftir zoom-fundi í síðustu viku eru 3-5 eftir sem fara og hitta menn frá félaginu á fundi. Mér skilst að eftir þá törn, sem ég býst að verði á næstu 10-14 dögum, þá munu þeir velja einn aðila til að fara í viðræður við," sagði Arnar.

„Þá verður farið í viðræður við þjálfarann. Ef ég verð fyrir valinu verður einnig farið í viðræður við Víkinga. Það þyrfti væntanlega að kaupa mig frá Víkingi ef ég er sáttur við það sem Norrköping hefur að bjóða. Þetta snýst ekki bara um hvað Norrköping vill. Það gleymist oft að það er annað félag í spilunum (Víkingur) og svo er heimurinn frjáls, maður getur valið hvert maður fer."

„Ég held þeir hafi talað við fleiri en held að það séu 3-5 sem eru eftir. Ég er bara búinn að tala við þá einu sinni, í gegnum Zoom."


Veistu hvenær þú ferð á fund hjá Norrköping?

„Ég held það verði í næstu viku. Þetta verður einhver inn og út fundur. Verður skemmtileg reynsla og fer í reynslubankann hvernig maður á að haga sér í þessum aðstæðum upp á framtíðina."

Algjör þvæla
Í færslu TuttoSvenskan í dag er fullyrt að Arnar hafi náð munnlegu samkomulagi við Norrköping.

„Það er bara algjör þvæla, ein mesta þvæla sem ég hef heyrt á ævinni og ég hef heyrt þær margar. Ég hef reynt að útskýra að það er einhver leikur sem ég myndi fara í, ekki gagnvart Víkingunum mínum, ekki séns."

Í færslunni er einnig sagt að Arnar myndi vilja fá að taka með sér sitt starfsfólk. Er eitthvað til í því? „Algjör þvæla," endurtók Arnar.

Ekkert heyrt frá Hammarby
Í útvarpsþættinum Fótbolta.net fyrir viku síðan var greint frá því að Hammarby hefði áhuga á Arnari. Hefur hann eitthvað heyrt í þeim?
   28.11.2023 12:30
„Það er held ég félag sem passar enn betur fyrir hann"

„Ekki neitt, ekki einn staf. Bara heyrt af þessum áhuga, ekki neinn fundur eða neitt líkt því sem fór fram í síðustu viku með Norrköping. Ég hef ekki heyrt neitt, en gaman að vera nefndur í umræðunni."

Frábært fyrir íslenskan fótbolta að Jói sé á lista
Arnar tjáði sig einnig um áhuga Norrköping á Jóhannesi Karli Guðjónssyni.

„Mér finnst það frábært, frábært fyrir íslenskan fótbolta að það séu fleiri þjálfarar frá Íslandi að vekja athygli. Óskar fer í Haugasund, þetta er bara geggjað."

Arnar og Jói eru báðir Skagamenn. „Það er bara staðreynd í íslenskum fótbolta að það verður alltaf að vera Skagamaður svo hlutirnir gangi upp hjá liðinu," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner