Jóhannes Karl mætti Arnari í síðasta keppnisleik sínum sem þjálfari félagsliðs. Í úrslitaleik bikarsins 2021.
Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson var í dag orðaður við þjálfarastöðuna hjá sænska félaginu Norrköping. Það var Expressen sem greindi frá.
Eins og fjallað hefur verið um þá er Arnar Gunnlaugsson á lista hjá Norrköping og greint hefur verið frá því að munnlegt samkomulag sé í höfn milli Arnars og Norrköping.
TuttoSvenskan segir að Arnar vilji ráða hvaða menn hann taki með sér inn í teymið ef hann á að taka starfið hjá Norrköping að sér.
Þriðji aðilinn sem Expressen orðar við starfið er Peter Wettergren sem er aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins.
Eins og fjallað hefur verið um þá er Arnar Gunnlaugsson á lista hjá Norrköping og greint hefur verið frá því að munnlegt samkomulag sé í höfn milli Arnars og Norrköping.
TuttoSvenskan segir að Arnar vilji ráða hvaða menn hann taki með sér inn í teymið ef hann á að taka starfið hjá Norrköping að sér.
Þriðji aðilinn sem Expressen orðar við starfið er Peter Wettergren sem er aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins.
Fótbolti.net ræddi við Jóa Kalla í dag og spurði hann út í tíðindi dagsins.
„Ég átti óformlegt spjall við forsvarsmenn félagsins í vikunni. Mér finnst líklegt að ég verði boðaður í viðtal í næstu viku. Ég hef átt samtal við Jörund Áka (yfirmann fótboltamála hjá KSÍ) og hef fengið leyfi ef af verður að fara og sjá hvað menn hjá Norrköping hafa að segja," sagði Jói Kalli.
„Ekki að svo stöddu," sagði hann aðspurður hvort að fleiri félög hefðu sett sig í samband við sig.
Heiður að þeir höfðu samband
En finnst honum Norrköping spennandi kostur?
„Já, algjörlega. Þetta er fyrst og fremst mikill heiður fyrir mig að þeir höfðu samband við mig. Mér finnst það nokkuð skemmtilegt, þetta er félag sem maður þekkir vel til. Svo verður bara að koma í ljós hvað verður. Það verður áhugavert, ef af verður í næstu viku, að fá að hitta þá."
Fylgst með félaginu síðustu ár
Ísak Bergmann, sonur Jóa Kalla, lék með Norrköping á árunum 2019-2021. Þjálfarinn þekkir því vel til hjá félaginu,
„Algjörlega. Ég hef farið þarna nokkrum sinnum, fór nokkrum sinnum þegar Ísak var þarna. Maður byrjaði fyrst að fylgjast með félaginu þegar Arnór Sig fór út. Þetta er félag sem hefur gert mjög góða hluti í sænsku úrvalsdeildinni, flott félag. Það er gaman að vera orðaður við það."
Ekki hægt að spá í hvað aðrir eru að gera
Jói Kalli hló þegar fréttaritari spurði hvernig honum litist á þá mögulegu stöðu að berjast við Arnar Gunnlaugsson um starfið. Báðir eru þeir frá Akranesi.
„Ég veit náttúrulega ekkert hverjir eru á lista þarna. Það hefur auðvitað mikið verið talað um að Arnar sé ofarlega á blaði og ef af verður þá þarf ég að fara inn í svona viðræður á mínum forsendum. Það er ekki hægt að vera spá í hvað aðrir eru að gera. Ég þarf að spá í mína hugmyndafræði og hugsa út frá því. Ég mun ekki hugsa út frá neinu öðru."
Fókusinn á landsliðinu eins og er
Þú yrðir væntanlega að hætta sem aðstoðarlandsliðsþjálfari ef þú tækir við félagsliði. Eða hvað?
„Ég er ekki farinn að hugsa svo langt. Það hefur alltaf kitlað mig eftir að ég ákvað að vera þjálfari að reyna ná eins langt og ég mögulega get. Fókusinn er, eftir að við sáum dráttinn fyrir mars, þá er ég starfsmaður KSÍ og aðstoðarlandsliðsþjálfari eins og er. Fókusinn er þar á þessu augnabliki," sagði Jói Kalli.
Athugasemdir