Franski miðvörðurinn Axel Disasi hefur samið við Aston Villa út tímabilið en hann kemur á láni frá Chelsea. Skiptin voru tilkynnt seint í kvöld.
Aston Villa greiðir Chelsea 5 milljónir punda og greiðir allan launapakka leikmannsins.
Tottenham reyndi að fá Disasi í dag en Frakkinn hafnaði því að ganga í raðir félagsins.
Disasi var ákveðinn í að fara til Aston Villa og nú er komin staðfesting frá Villa.
Varnarmaðurinn er 26 ára gamall og á öðru tímabili sínu í ensku úrvalsdeildinni en hann kom til Chelsea frá Mónakó fyrir tveimur árum.
Þetta er fimmti og síðasti leikmaðurinn sem Villa fær í glugganum á eftir þeim Donyell Malen, Marco Asensio, Marcus Rashford og Andrés Garcia.
Aston Villa is delighted to announce the loan signing of Axel Disasi from Chelsea. pic.twitter.com/bjApaDCMDJ
— Aston Villa (@AVFCOfficial) February 4, 2025
Athugasemdir