Róbert Orri Þorkelsson gekk um liðna helgi í raðir Víkings. Planið hans var ekki að koma heim á þessum tímapunkti og var hann nálægt því að ganga í raðir danska félagsins SönderjyskE á dögunum.
Það gekk á endanum hins vegar ekki eftir. Róbert var kominn til móts við liðið á Spáni en fékk þar fréttir um að ekki yrði samið við hann. Honum finnst vinnubrögð SönderjyskE mjög skrítin.
Það gekk á endanum hins vegar ekki eftir. Róbert var kominn til móts við liðið á Spáni en fékk þar fréttir um að ekki yrði samið við hann. Honum finnst vinnubrögð SönderjyskE mjög skrítin.
„Planið var að fara til SönderjyskE en það gekk ekki alveg upp," sagði Róbert við Fótbolta.net í gær.
„Það er erfitt að segja, þetta er svolítið þeirra megin," sagði Róbert er hann var spurður hvort hann gæti útskýrt það frekar hvað hefði gerst með SönderjyskE.
„Ég mæti þarna út til að skrifa undir samning og klára læknisskoðun. Það fer upp í eitthvað leikrit sem ég átta mig ekki alveg á. Það var annar leikmaður sem kom tveimur dögum seinna eftir að ég kom."
„Eina sem maður hefði viljað var að þeir hefðu komið hreint fram við mann. Þetta er harður heimur."
Róbert er 22 ára gamall og hefur verið mikilvægur hlekkur upp öll yngri landslið Íslands frá U16 allt að U21, auk þess að eiga 4 A-landsleiki að baki. Hann er núna hungraður í að standa sig vel með Víkingum.
Athugasemdir