Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 04. mars 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Arteta um Saliba: Töluðum ekki saman í viku
William Saliba
William Saliba
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, talaði ekki við franska miðvörðinn William Saliba í heila viku á undirbúningstímabilinu í sumar en hann vildi sjá hvort hann væri klár í slaginn með liðinu.

Arsenal festi kaup á Saliba árið 2019 frá St. Etienne en lánaði hann aftur til liðsins.

Hann var lánaður tvisvar í viðbót til Nice og Marseille en það var hjá síðarnefnda liðinu þar sem hann blómstraði og fór Arteta því að skoða hann nánar.

Saliba mætti á undirbúningstímabilið síðasta sumar og ákvað Arteta að sleppa því að tala við hann í viku til þess eins að sjá hvort hann gæti notað hann.

„Við skoðuðum hann á fyrstu tveimur æfingunum og sáum að það væri svakalegt efni þarna. Hvernig hann náði að aðlagast og fór að skilja hlutverk sitt í kringum liðsfélagana og bara hvernig hann spilaði á undirbúningstímabilinu. Öll spurningamerki sem við höfðum hurfu og hann gaf okkur allar ástæður til að spila honum og síðan þá hefur hann verið stórkostlegur.“

„Fyrstu vikuna þá talaði ég ekkert við hann. Ég vildi bara sjá hann án þess að ég væri að trufla hugsanir hans. Það er þá sem þú getur raunverulega skilið hann og eftir það þá ræddi ég við hann,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner