Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 04. apríl 2020 09:47
Elvar Geir Magnússon
Félag Ara Freys á barmi gjaldþrots
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mörg félög í Belgíu eiga í fjárhagsvandræðum um þessar mundir. Þar á meðal er Oostende, félag landsliðsmannsins Ara Freys Skúlasonar.

Belgíski fréttamiðillinn HLN segir að Oostende sé á barmi gjaldþrots.

Félagið hefur lent í ýmsum erfiðleikum í gegnum árin en nú er staðan svört og hafa farið fram neyðarfundir síðustu daga.

Ari Freyr kom til Oostenda fyrir þetta tímabil og átti samningur hans að gilda út næsta tímabil. Oostende er í næst neðsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar.

Búist er við því að keppni tímabilsins í Belgíu verði blásin af vegna heimsfaraldursins og það staðfest síðar í þessum mánuði.

Framtíð fleiri belgískra félaga er í óvissu. Þar á meðal eru Lokeren (sem Rúnar Kristinsson og Arnar Þór Viðarsson þjálfuðu), Lommel (sem Stefán Gíslason þjálfaði) og Roeselare (sem Arnar Grétarsson þjálfaði).
Athugasemdir
banner
banner