Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. júní 2020 19:45
Brynjar Ingi Erluson
Lovren: Tilbúinn að sýna hvað í mér býr
Dejan Lovren í leik með Liverpool gegn Watford
Dejan Lovren í leik með Liverpool gegn Watford
Mynd: Getty Images
Dejan Lovren, leikmaður Liverpool á Englandi, er klár í lokasprettinn í ensku úrvalsdeildinni og ætlar hann sér að sýna hvað í honum býr.

Lovren er 30 ára gamall og gekk til liðs við Liverpool árið 2014 eftir að hafa spilað feykivel með Southampton.

Frammistaða hans með liðinu hefur oft verið afar kaflaskipt en fyrsta tímabil hans með liðinu var afar slakt. Hann náði að vinna sig aftur inn í liðið en er þó í dag fjórði kostur.

Virgil van Dijk og Joe Gomez mynda miðvarðarpar Liverpool í dag en Joel Matip er þriðji kostur. Lovren er því fjórði í goggunarröðinni en það má gera ráð fyrir að hann yfirgefi félagið í sumar.

„Ég er alltaf reiðubúinn. Ef einhver meiðist og þarf að fara af velli þá er ég klár í að koma inn og sýna hvað í mér býr. Ég sannaði það á síðustu leiktíð þegar Gomez eða Matip meiddust þá kom ég inn og spilaði," sagði Lovren.

„Markmiðið mitt er að spila og vinna eins marga bikara og möguleiki er á. Núna er einbeitingin á að vinna næstu tvo leiki og verða meistarar. Við munum svo sjá hvað gerist eftir það," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner