Hann kom síðan öllum á óvart, meira segja stjórnarmönnum og leikmönnum Milan þegar hann tilkynnti að hann væri að leggja skóna á hilluna.
Hann ræddi við blaðamenn eftir tilkynninguna.
„Þetta var einstakur dagur fyrir mig. Ég sagði engum að ég væri að hætta. Ég sagði félaginu að við þyrftum að gera eitthvað fyrir síðasta leikinn en þeir vissu ekki að það væri kveðjustund."
„Ég þakka blaðamönnum fyrir þolinmæði, nú hafið þið minna að gera án mín, frá og með morgundeginum. Ég er frjáls maður frá fótboltaheiminum. Þetta var langur ferill, mjög langur. Takk allir sem gáfu mér styrk og adrenalín til að halda áfram."
Eftir mikla einlægni sýndi hann þá hlið sem margir þekkja.
„Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að það rigndi og ég sagði við sjálfan mig: Meira að segja Guð er sorgmæddur í dag. Fjölskyldan mín vissi ekki hvað var að gerast, mér leið eins og uppvakning. Ég var ekki að grínast, ég var ekki að tala. Fyrir þrem mánuðum fylltist ég skelfingu við tilhugsuninni að hætta en í dag samþykki ég það og er klár, smá sár auðvitað," sagði Zlatan.
„Fólk heldur að Ibra sé Súpermann, jæja, ég er Súperman en ég er líka með stórt hjarta. Ég leit í kringum mig að reyna finna andlit sem gáfu mér styrk en allir voru að gráta. Ég horfði á konuna mína og hélt að hún myndi gefa mér styrk en hún grét meira en allir."
Sjá einnig:
Zlatan táraðist þegar hann var kvaddur á San Siro
Zlatan leggur skóna á hilluna
Zlatan: Tími til kominn að segja bless við fótboltann