Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   þri 04. júní 2024 14:42
Elvar Geir Magnússon
London
Orri tæpur fyrir leikinn gegn Englandi - „Fékk smá högg“
Icelandair
Orri var ekki með á æfingunni í dag en notaði þá tækifærið til að aðstoða Sigga Dúllu í staðinn.
Orri var ekki með á æfingunni í dag en notaði þá tækifærið til að aðstoða Sigga Dúllu í staðinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Orri Steinn Óskarsson tók ekki þátt í æfingu íslenska landsliðsins í London í dag. Hann varð fyrir hnjaski í leik með FC Kaupmannahöfn gegn Randers um síðustu helgi.

„Akkúrat núna erum við að taka þetta dag frá degi. Ég er enn tæpur eftir leikinn sem ég var að spila síðasta föstudag. Það er ekki kjöraðstæður að spila svona stuttu fyrir landsleikjahlé en ég fékk smá högg en ég vonast til að vera klár fyrir föstudaginn," sagði Orri við Fótbolta.net eftir æfinguna.

„Ég er ágætlega bjartsýnn."

Orri hefur skorað tvö mörk í átta landsleikjum og vonast til að bæta ofan á landsleikjafjöldann í þessum glugga. Þessi nítján ára sóknarmaður skoraði fimmtán mörk og átti átta stoðsendingar í 41 leik með FC Kaupmannahöfn á tímabilinu.

Viðtal við Orra birtist hér á Fótbolta.net síðar í dag.
Athugasemdir
banner