Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
   fim 04. júlí 2019 20:37
Egill Sigfússon
Patrick Pedersen: Gott að vera kominn heim
Patrick var frábær í endurkomu sinni
Patrick var frábær í endurkomu sinni
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Valur vann KA 3-1 í 12. umferð Pepsí Max-deildar karla á Origo vellinum í kvöld. Patrick Pedersen er kominn aftur í Val og skoraði fyrsta mark leiksins auk þess að leggja upp hin tvö. Patrick er mjög ánægður með að vera kominn aftur og ánægður með stigin þrjú.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

„Það er frábært að vera kominn heim aftur, þetta er mitt annað heimili og mér líður vel hér. Ég er ánægður að vera kominn aftur og frábært að ná þrem mikilvægum stigum. Ég hef ekki spilað í einn og hálfan mánuð, ég var þreyttur í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var betri hjá mér."

Patrick sagði að honum hefði ekki liðið vel hja Sheriff og það hafi verið auðvelt val að koma aftur í Val.

„Ég veit það ekki alveg, Sheriff var ekki staðurinn fyrir mig og Valur hafði samband við umboðsmann minn og það var auðvelt val að koma aftur."

Patrick sagðist hafa verið hissa á gengi liðsins i upphafi en telur að þeir séu komnir á skrið núna.

„Ég var svolítið hissa á genginu en þeir voru með marga nýja leikmenn og nú er liðið komið aftur á skrið. Ég skrifaði undir 4 ára samning og er bara að hugsa um að vera hér í Val næstu árin."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner