Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. ágúst 2021 17:56
Brynjar Ingi Erluson
Aston Villa kaupir Danny Ings frá Southampton (Staðfest)
Danny Ings er mættur til Aston Villa
Danny Ings er mættur til Aston Villa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aston Villa gekk í dag frá kaupum á enska framherjanum Danny Ings en hann kemur frá Southampton. Hann gerir þriggja ára samning við Villa.

Skiptin fóru undir radarinn hjá enskum fjölmiðlum og kom flatt upp á þá en enginn fjölmiðill hafi greint frá því að hann væri á leið til Villa.

Aston Villa og Southampton komust að samkomulagi um enska framherjann í dag en Villa greiðir 30 milljón punda fyrir hann og semur hann til 2024.

Ings, sem er 29 ára, hefur skorað 46 mörk í 100 leikjum fyrir Southampton frá því hann kom frá Liverpool fyrir þremur árum.

Þetta er annar leikmaðurinn í dag sem Villa kaupir en Leon Baley var keyptur frá Bayer Leverkusen fyrir 30 milljón punda. Villa hefur einnig fengið þá Emi Buendia og Ashley Young í sumar.

Enski landsliðsmaðurinn Jack Grealish er að yfirgefa Villa og mun ganga til liðs við Manchester City á næstu dögum en City greiðir 100 milljón punda fyrir leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner