Þrír leikmenn skoruðu þrennu í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi og þeir eru auðvitað allir í liði vikunnar. Garth Crooks sérfræðingur BBC sér um að velja.
Varnarmaður: Cristian Romero (Tottenham) - Spurs fékk á sig tvö mörk gegn Burnley en Romero gerði mark úr hæsta gæðaflokki.
Miðjumaður: Dominik Szoboszlai (Liverpool) - Hefur þurft lítinn tíma til að koma sér af stað í ensku úrvalsdeildinni, virkilega öflugur leikmaður.
Sóknarmaður: Son Heung-min (Tottenham) - Hefur verið í lægð svolítið lengi en er að fara vel af stað núna og skoraði þrennu gegn Burnley.
Athugasemdir