Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. október 2014 19:20
Magnús Már Einarsson
Myndir: Kassim Doumbia ætlaði að vaða í dómaratríóið
Kassim missti sig gjörsamlega.
Kassim missti sig gjörsamlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kassim ,,the dream" Doumbia, varnarmaður FH, missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu eftir 2-1 tapið gegn Stjörnunni í kvöld.

Kassim fékk á sig vítaspyrnu í viðbótartíma en Ólafur Karl Finsen skoraði úr henni og tryggði Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn.

Eftir leik ætlaði Kassim að ráðast á dómaratríóið en Steven Lennon, Davíð Þór Viðarsson og Steinar Stephensen áttu í fullu fangi við að halda aftur að honum.

Í sumar fékk Kassim þriggja leikja bann þegar hann reyndi að taka rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni eftir að hafa verið vikið af velli gegn Breiðabliki.

Hafliði Breiðfjörð tók myndirnar hér að neðan af atburðarrásinni.

Smelltu hér til að sjá myndband af látunum
Athugasemdir
banner
banner